Ráðgjöf fyrir stjórnendur
Það getur það verið mjög gagnlegt að yfirfara reglulega markmið og þjónustustig fyrirtækisins. Það er hægt að gera með því að fá starfsfólk til að skoða það saman á vinnustofu eða með samtali við fagmann.
Með því að fá ytri aðila að þessari yfirferð er líklegt að vinnan verði hnitmiðaðri og gagnlegri.
Við bjóðum upp á samtal við fagmann þar sem farið er ýtarlega yfir þjónustu og sölu eða umsjón með vinnustofu þar sem stjórnendur koma saman og yfirfara valin verkefni.
.
Dæmi um verkefni:
-
Árleg markmiðasetning, markaðs-, sölu-, eða fræðsluáætlun
-
Yfirferð verkferla, starfsmannahandbóka
-
Hvar stöndum við í samkeppni, hvað er hægt að gera betur
-
Hver er staðan á þekkingu og vilja starfsfólks
-
Undirbúningur starfsmannasamtala
Ávallt hægt að breyta , taka út eða bæta við verkefnum.
Ýmis greiningarverkfæri hafa verið sérstaklega valin fyrir þessa vinnu. Má þar nefna sem dæmi; Swótgreiningu, Samkeppnismodel Porters, TNA (Training needs analysis), SMART greining, Rammi fyrir valdar tegundir áætlanagerðar.


Fræðsla á vinnustofu er undirbúin hjá ytri aðila sem heldur utan um vinnustofuna.
Efni kemur frá mismunandi fræðigreinum svo sem markaðfræði, viðskiptafræði, mannauðsfræði, stjórnun og stefnumótun.
Gert er ráð fyrir um 2 tíma yfirferð á verkfærum og áherslum í upphafi vinnustofu.

Í seinni hluta er þáttakendum skipt í hópa og unnið er með verkefni fyrirtækisins.
Í lokin kynna hópar sín verkefni og umræða tekin með niðurstöðuna.
Niðurstöður nýtast í áframhaldandi vinnu svo sem handbókagerð og fræðslu.